Mánudagur 29. mars 1999

88. tbl. 3. árg.

samtal.bmp (9818 bytes)
samtal.bmp (9818 bytes)
tal.bmp (10118 bytes)
tal.bmp (10118 bytes)

Vef-Þjóðviljanum þykir stundum sem hönnuðir listaverka og auglýsinga séu óþarflega viðkvæmir fyrir því að aðrir geri eitthvað svipað. Þannig mun það hafa verið gagnrýnt töluvert að auglýsingum frá símafyrirtækinu Tali hf. svipi mjög til auglýsinga breska símafyrirtækisins Orange. Í Morgunblaðinu á laugardaginn var svo auglýsing frá Samfylkingu allra vinstri manna nema þeirra 15 þúsund sem ætla að kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Ýmsum fannst þessi auglýsing minna mjög á auglýsingu frá Tali hf. þar sem nokkrir símnotendur stilla sér upp en í auglýsingu Samfylkingunnar eru það frambjóðendur sem stilla sér upp á svipaðan hátt. Ekki ætlar Vef-Þjóðviljinn að væna Samfylkinguna um að hafa hnuplað auglýsingaherferð Tals hf. þótt auglýsingar beggja séu svipaðar og merki Samfylkingarinnar beri óvart sama lit og merki Tals hf. Fjölmiðlamenn mættu þó gjarna fá svör við því frá samfylkingarmönnum hvort svo sé. Svona til að eyða öllum vafa. Þeir geta til dæmis spurt Margréti Frímannsdóttur Talsmann Samfylkingar.

Þær fréttir berast nú frá Frakklandi að tveir sósíalistaflokkar þar í landi hafi sameinast gegn tilraunum NATO til að stöðva morð á Albönum í Kosovo. Þetta eru Kommúnistaflokkurinn og þjóðernissósíalistaflokkur Le Pen.   L´Humanite, blað kommúnista sagði NATO vera slökkvilið sem berðist við elda sem það hefði sjálft kveikt. Af einhverjum ástæðum eru sósíalistar nefndir vinstrimenn en þjóðernissósíalistar kallaðir hægrimenn þótt lítill munur sé á stefnu þessara flokka og löng hefði sé fyrir því að menn flakki á milli þessara flokka, allt frá Mussolini og Hitler sem báðir voru sósíalistar og félagar í sósíalista- og þjóðernissósíalistaflokkum. Hér á landi er það Vinstri hreyfingin grænt framboð sem heldur þessum málstað gegn aðgerðum NATO fram ásamt Ásþóri Magnússyni.