Laugardagur 22. ágúst 1998

234. tbl. 2. árg.

DV birti í fyrradag „fréttaskýringu“ um ráðherramál Framsóknarflokksins. Þessi frjálsi og óháði fjölmiðill kaus að velja til skrifanna einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, frjálsan og óháðan �-ssur Skarphéðinsson. Ekki hefur enn verið greint frá því hverjum DV er óháð. Er það óháð �-ssuri? Er �-ssur óháður Alþýðuflokknum? Um þetta er erfitt að segja, en það verður spennandi að lesa „fréttaskýringar“ �-ssurar af aðskiljanlegustu stórmálum stjórnmálanna þegar enn nær dregur kosningum.

Vefþjóðviljinn sagði fyrir tæpri viku frá grein eftir Úlfar Þormóðsson þar sem hann ber sakir um vafasama meðferð fjármála á þrjá menn sem verið hafa í forystusveit Alþýðubandalagsins, þeirra á meðal �?laf Ragnar Grímsson. Vísaði Úlfar m.a. í bréf frá núverandi formanni flokksins, þar sem fram kemur að rangt hafi verið greint frá skuldastöðu flokksins í tíð síðasta formanns hans, auk þess sem Úlfar taldi sig vita til þess að frjálslega hefði verið farið með kreditkort og ávísanahefti.

Það hlýtur að vera umhugsunarvert að þeir fjölmiðlar sem stundum telja sig til þess fallna að stinga á kýlum í samfélaginu skuli ekkert taka á þessu máli. Forystusauðir vinstri flokkanna fá þarna alveg einstaka meðferð og einkar þægilega þögn í fjölmiðlum. Menn geta velt því fyrir sér hvernig tekið hefði verið á málinu ef einn af innanbúðarmönnum í Sjálfstæðisflokknum bæri fram svipaðar ásakanir á forystu flokksins. Menn geta einnig velt því fyrir sér hvernig tekið væri á því ef í ljós kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti 40% hlut í ágengu vikuriti, en fyrir nokkru kom upp að Alþýðubandalagið hafði um alllangt skeið átt slíkan hlut í Helgarpóstinum sáluga án þess að vilja að nokkur vissi af þeim eignarhluta. Það er eins og fjölmiðlum detti yfirleitt ekki í hug að gera nokkrar siðferðiskröfur til vinstri manna. Hvort það er áfellisdómur yfir fjölmiðlum, vinstri mönnum eða hvorum tveggja skal ósagt látið.