Laugardagur 1. ágúst 1998

213. tbl. 2. árg.

Fókus heitir unglingablað sem fylgir föstudagsblaði DV.  Í síðasta tölublaði er fjallað um komandi brúðkaup Helga Hjörvars undir fyrirsögninni: „Erfðaprinsinn giftir sig á menningarnótt“.

Í fyrsta lagi kemur þar fram að Iðnó hafi verið notað sem einskonar „hátíðarsalur“ fyrir R-listann á meðan á kosningabaráttunni stóð. Það er auðvitað fráleitt að R-listinn sé í fríu fæði og húsnæði hjá skattgreiðendum og reki kosningamiðstöðvar í húsanæði sem er í eigu Reykvíkinga.
Í greininni segir að í sama húsi hafi verið starfræktur klúbbur Listahátíðar „SEM SETTI MENNINGARLEGAN BAKGRUNN Á KOSNINGABARÁTTUNA OG SANNAÐI AÐ REYKJAVÍK VÆRI VEL KOMIN Í H�-NDUM R-LISTANS“.

Þessi skrif í DV-kálfinum eru einkennandi fyrir vinstri slagsíðuna í ritstjórnastefnu hins „frjálsa og óháða“ dagblaðs þar sem gamli Þjóðviljaritstjórinn, hinn káti og sællegi, �-ssur Skarphéðinsson stjórnar fréttaflutningi og það með vinstri hendi.