Fimmtudagur 21. maí 1998

141. tbl. 2. árg.

Töfralausnir eru vinsælar í stjórnmálum. „Lausnir“ sem eru þess eðlis að vera einfaldar, kosta engan neitt og gera alla betur setta eru ákjósanlegar fyrir stjórnmálamenn sem eru öðru fremur áhugasamir um eigin vinsældir. „Lausnir“ sem hljóma eiginlega of vel til að geta staðist, standast yfirleitt ekki. Dæmi um þetta eru nýsamþykkt lög í Frakklandi um 35 stunda vinnuviku. Vinstri stjórnin í landinu hefur komið lögunum í gegn þrátt fyrir mótmæli stjórnarandstöðunnar og segir að þau muni skapa yfir 200.000 ný störf. Kostnaðurinn á auðvitað ekki að vera neinn, menn bara vinna minna.

Vitaskuld stenst þetta hins vegar ekki. Rétt eins og lög um lágmarkslaun leysa ekki vanda láglaunafólks leysa lög um styttri vinnuviku ekki vanda atvinnulausra. Lágmarkslaunin hafa í för með sér aukið atvinnuleysi og lög um styttri vinnuviku draga úr framleiðni og verðmætasköpun í  þjóðfélaginu. Slíkt gagnast engum, allra síst atvinnulausum og öðrum sem búa við bág kjör.

Þegar í ljós kemur að R-listinn hefur bætt 5.500.000.000 króna við skuldir Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu má segja að vinstri menn í Reykjavík séu nú klofnir í Launalistann og Skuldalistann?