Hin samliggjandi ríki Bandaríkjanna þekja aðeins 1,5% yfirborðs jarðar. Engu að síður eru þau þannig staðsett að flest spálíkön fylgismanna gróðurhúsaguðsins gera ráð fyrir að hiti muni einmitt hækka þar. Fá lönd hafa betri upplýsingar um hita og veðurfar undangengna öld en einmitt Bandaríkin. Í nýrri bók sem væntanleg er frá IEA ritar Robert C. Balling, Jr. prófessor í veðurfræðum við Arizona State University grein þar sem hann dregur fram ýmis gögn gegn kenningunni um aukin gróðurhúsaáhrif. M.a grafið hér að neðan sem sýnir hitabreytingar í Bandaríkjunum en um það segir Balling: Grafið sýnir að á tímabilinu frá 1895 til 1996 hlýnaði að jafnaði um 0,01°C á áratug. Hlýnun er þó ekki tölfræðilega marktæk. Grafið sýnir einnig að nær öll hlýnunin átti sér stað á árunum 1915 til 1930. Ef tímabilið frá 1931 til 1996 er skoðað sérstaklega kólnaði að jafnaði um 0,06°C á áratug í Bandaríkjunum. Þessi kólnun er tölfræðilega marktæk.