Í Vísbendingu á dögunum var vikið að hópi fólks sem hefur myndað samtök þeirra sem fæddust fyrir stríð og útifundi sem hópurinn hélt á Austurvelli og verður vafalaust hafður í minnum þaðan í frá sem hingað til. Í Vísbendingu segir svo frá: „Fundur aldraðra á Austurvelli vakti talsverða athygli. Um það er ekki annað en gott að segja að menn hugi að sínum hagsmunum. Engir hafa þó haft lengri tíma til þess að búa sér í haginn en þeir sem komnir eru á efri ár. Það er athyglisvert að hópurinn gerir nú kröfur á hendur ríkinu um góðæri. Ríkið býr hins vegar ekki til verðmæti heldur dregur úr hagkvæmni með millifærslum. Það er sárt að komast ekki að því fyrr en of seint að ekkert kemur í stað fyrirhyggju einstaklingsins. Ríkinu er ekki að treysta.“
Þriðjudagur 21. október 1997
294. tbl. 1. árg.