258. tbl. 1. árg.
síðasta vetur og er erindið birt í nýjasta hefti Fjármálatíðinda. Gefum Jónasi orðið: Upp úr miðbiki aldarinnar litu menn jafnvel svo á um skeið, að fundist hefði meðalvegur, þar sem atvinnulífið gæti malað gull, sem velviljað ríkisvald skipti á milli þegnanna af visku og réttlæti. Þetta reyndist þó von bráðar tálsýn. Með því að rjúfa að mestu samhengið milli kostnaðar við þjónustuna og greiðslu vegna notkunar hennar hafði hemill verið tekinn af eftirspurn og hvati verið skertur til hagsýni og gæða. Menn höfðu reist sér hurðarás um öxl. Í sumum löndum hefur neysla á opinberum vegum ásamt tilfærslu tekna á milli þegnanna náð meiru en helmingi þjóðarframleiðslu. Ríkið hefur því orðið að seilast æ dýpra í pyngju skattgreiðenda svo að dregið hefur úr löngun til starfa og getu til nýsköpunar og framkvæmda. Það kom einnig í ljós, að það voru ekki þarfir þeirra sem lægstar höfðu tekjur og minnst ráðin, sem sátu í fyrirrúmi, heldur óskir þeirra sem sterkust höfðu samtökin eða flest atkvæðin.
Þess má svo til gamans geta að hingað til…
hafa Fjármálatíðindi verið send áskrifendum án endurgjalds og því hemill tekinn af eftirspurn. Seðlabankinn sem gefur Fjármálatíðindi út hefur nú ákveðið að greiða þurfi fyrir áskriftina.