Þriðjudagur 2. september 1997

245. tbl. 1. árg.
Eins og menn vita eru margir fréttamenn ótrúlega áhugasamir…
um að aðrir menn séu „vanhæfir“ til alls kyns hluta. Eru oft lítil takmörk fyrir samsæriskenningum þeirra og tengslin við raunveruleikan oft heldur lítil. Sitja þeir síðan alvörugefnir á skjánum og breiða út samsæriskenningar og reyna að finna allskyns langsótt tengsl milli manna. Ekki síst þess vegna er gaman að sjá hvaða vanhæfisreglur ýmsir fréttamenn telja að gildi um þá sjálfa. Í gær var til dæmis Eggert Skúlason af Stöð 2 með hugleiðingar um hugsanlegar hræringar í bankamálum og reyndi að knýja Finn Ingólfsson til sagna. Ekki fylgdi það sögunni hjá Eggerti að hann og Finnur eru skyldir að öðrum og þriðja. Þá hafa margir glaðst stundum þegar Jón Gunnar Grétarsson, Þorsteinssonar forseta ASÍ, fréttamaður á Ríkissjónvarpinu segir fréttir af samningaviðræðum og tekur verkalýðsforystuna á beinið. Nú er enginn að segja að þessir fréttamenn láti þessi tengsl við viðmælendur sína hafa nein áhrif á sig. En það er hætt við að ýmsir í fréttamannastétt myndu gera þau tortryggileg ef þau ættu við um aðra en fréttamenn.

Í dag er þriðjudagur. Díana prinsessa…
lenti í hörmulegu bílslysi á laugardaginn. Morgunblaðið og Dagur-Tíminn hafa af einhverjum ástæðum þagað um málið þar til í dag. Í Degi-Tímanum á laugardaginn var hins vegar sagt frá því að Heimdallur gæfi VEFÞJÓÐVILJANN út. Það væri skemmtilegra fyrir lesendur Dags- Tímans ef rétt væri farið með í blaðinu þá daga sem blaðið kemur út.