Tímaritið Reason átti viðtal við Milton Friedman á síðasta ári þar sem hann víkur…
að því nokkrum orðum hvort það henti hugsjónafólki að starfa þar sem pólitískar ákvarðanir eru teknar þ.e. í ráðuneytum eða hjá stjórnmálaflokkum. Friedman telur svo ekki vera og varar fólk sérstaklega við því með eftirfarandi orðum: Þeir sem vilja hafa áhrif í hugmyndaheimi stjórnmálanna ættu að líta á stjórnmálaafskipti sem aukabúgrein. Menn eiga að hasla sér völl á öðru sviði og tryggja sér örugga lífsafkomu þar. Að öðrum kosti eiga menn á hættu að verða spillingunni að bráð.
Þetta hljóta samtök sem vilja kenna sig við ákveðnar hugsjónir að hafa í huga. Er heppilegt að forsvarsmenn þeirra séu jafnframt þátttakendur í hrossakaupum í ráðuneytum og þingsölum? Formaður Sambands ungra framsóknarmanna hefur t.d. verið aðstoðarmaður hjá einum ráðherra flokksins undanfarin ár. Reikna menn með því að hann bíti í skjaldarrendur þegar ráðherrann gengur þvert á hugsjónir flokksins, hverjar svo sem þær eru?
Þriðjudagur 26. ágúst 1997
238. tbl. 1. árg.