Í Bandaríkjunum hefur það verið til siðs að bæta virðisaukaskatti
við auglýst verð vöru þegar greitt er fyrir hana. Skatturinn er því ekki falinn í verðinu eins og hér á landi. Víðast hvar í Bandaríkjunum er skatturinn um 7% en 24,5% hér á landi. Hann hefur hækkað jafnt og þétt hérlendis frá því hann var lagður á sem 2% söluskattur fyrir nokkrum áratugum. Gæti ein ástæðan fyrir því að hann er svo mikið hærri hér en í Bandaríkjunum ekki verið að hann falinn í vöruverðinu og neytendur því ekki eins á varðbergi gagnvart hækkunum?
Þvert á það sem þau ættu að gera hafa Neytendasamtökin hins vegar ætíð barist fyrir því að skattar séu innifaldir í auglýsingum um verð vöru og þjónustu og hafa stutt bann við að hlutir séu auglýstir án opinberra gjalda. Gæti það verið af því að þau fá hluta skattsins sem styrk frá ríkinu?
Mánudagur 25. ágúst 1997
237. tbl. 1. árg.