Helgarsprokið 24. ágúst 1997

236. tbl. 1. árg.

Rannveig Tryggvadóttir ritaði grein í Morgunblaðið…
í gær þar sem hún upplýsir að hún sé á svörtum lista hjá Ríkisútvarpinu. Þegar hún hringi í Þjóðarsálina sé skellt á sig og henni sé meinað að flytja pistla í hinum ýmsu þáttum útvarpsins. Eitt af gömlum átrúnaðargoðum margra starfsmanna Ríkisútvarpsins, rússneski byltingarmaðurinn Trotský, sagði eitt sinn að í þjóðfélagi þar sem ríkið ætti öll framleiðslutækin byði stjórnarandstæðingsins aðeins hægur hungurdauði. Þennan boðskap ættu starfsmenn Ríkisútvarpsins að hafa í huga þegar þeir setja fólk á svartan lista. Raunar væri forvitnilegt að vita hverjir eru á þessum lista. Ef um svipuð tilfelli og Rannveigu er að ræða má gera ráð fyrir að svarti listinn sé fullur af fólki sem hefur ekki sömu skoðanir á hlutunum og Pétur og Páll. En er það ekki oft notað sem réttlæting fyrir starfsemi Ríkisútvarpsins að þar eigi að heyrast raddir sem hljóma aldrei í „síbyljunni“ á öðrum útvarpsstöðvum?