Föstudagur 22. ágúst 1997

234. tbl. 1. árg.

Viðskiptablaðið heldur upp á tíu ára afmæli Kringlunnar…
nú í vikunni með umfjöllun um þessa miklu verslunarmiðstöð. Eru þar m.a. rifjaðar upp hrakspár og andstaða manna við byggingu Kringlunnar. Í þeim hópi voru allnokkrir stjórnmálamenn sem telja sig ætíð vita hvað öðrum er fyrir bestu. Ein meginröksemdin sem þeir færðu fram gegn Kringlunni var meint „offjárfesting“. Ári eftir opnun Kringlunnar sagði Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaups og guðfaðir Kringlunnar hins vegar þetta um þessa gagnrýni: „Ýmsum finnst mikill íburður í húsinu og í því liggi miklir fjármunir, sem hefði betur verið varið í að bora göt á fjöll. En staðreyndin er sú að verslunarhús er fyrst og fremst dýrt eða ódýrt eftir því hve mikil sala fæst á flatareiningu.“