Það hefur verið fróðlegt að heyra umfjöllun fjölmiðlanna um…
svokallaða menningarnótt í Reykjavík að undanförnu. Eins og menn vita þá eru allmargir fjölmiðlungar þeirrar skoðunar að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé eini nothæfi forystumaður þeirra vinstri manna og því má ekki gera lítið úr því sem borgaryfirvöld taka sér fyrir hendur. Þess vegna reyna þeir margir að láta eins og mikill menningarsigur hafi verið unninn með því að tæplega 10.000 manns hafi verið í miðbænum þegar flest var umrædda menningarnótt. Enginn vill nefna, að meira að segja sama dag og uppákoman hófst, var greint frá því að gert væri ráð fyrir að allt að 30.000 manns kæmu í bæinn. Og þá vissu menn vel hvernig veður var væntanlegt! Þrátt fyrir miklar auglýsingar með myndum af Kim Il Sólrúnu borgarstjóra voru einungis litlu fleiri í miðbænum en um venjulega helgi!
Þriðjudagur 19. ágúst 1997
231. tbl. 1. árg.