Þriðjudagur 12. ágúst 1997

224. tbl. 1. árg.

Stórfyrirtæki eru Grýla og Leppalúði íslenskra vinstri manna…
um þessar mundir eins og uppnefni eins og kolkrabbinn bera með sér. Stjórnmálamönnum á vinstri vængnum og verkalýðsrekendum þykir sérstaklega gaman að atyrða þessi fyrirtæki. Oftar en ekki er krafa um aukna skattheimtu í sameiginlega sjóði réttlætt með því að benda á góða afkomu þeirra. Aukin skattheimta þarf þó alls ekki að vera stórfyrirtækjum svo óhagstæð. Skattar og reglugerðir hækka nefnilega þröskuldana í þjóðfélginu sem ný og lítil fyrirtæki eiga erfitt með að klofa yfir. Mikil skattheimta og reglugerðafargan er því líklegt til að vernda stórfyrirtæki með mikla markaðshlutdeild fyrir samkeppni frá nýjum fyrirtækjum. Ef íslenskir vinstri menn vilja auka samkeppni í íslensku atvinnulífi eiga þeir að krefjast skattalækkana og fækkunar reglugerða.
Það ber svo jafnan að hafa í huga í umræðum um íslensk stórfyrirtæki að þau eru agnarsmá í alþjóðlegum samanburði og einnig hálfgerð peð við hliðina á lífeyrissjóðunum sem kontóristarnir hjá verkalýðsfélögunum leika sér með á degi hverjum.

Í tilefni 200 daga afmælis VEFÞJÓÐVILJANS hefur verið ákveðið…
að birta framvegis þær athugasemdir og hugleiðingar sem lesendur hans senda af og til. Töluvert hefur verið beðið um slíkan lesendadálk og hér með er orðið við því. Bréfin verða birt jafnóðum og þau berast nema annað sé tekið fram og auðkennd með litla merkinu hér að neðan. Höfundar verður ekki getið nema um það sé beðið. Lítt verður hirt um að leiðrétta málfar bréfanna þannig að höfundar eru beðnir um stilla ambögum í hóf. Þessi nýjung ætti að gera blaðið að enn fjörugri umræðuvettvangi. Bréf í dálkinn má senda í netfangið andriki@andriki.is

Hér er t.d. bréf sem barst í gær:

Þá er rétt að nota þetta tækifæri til að minna lesendur á styrktarmannakerfi Andríkis
en þar geta menn lagt hugmyndabaráttunni lið með reglulegum hætti. Það munar um hverja krónu, jafnvel þótt hún sé gefin út af ríkinu með uppáskrift frá Steingrími Hermannssyni.