Miðvikudagur 9. júlí 1997

190. tbl. 1. árg.

Undarlega frétt bar fyrir augu í sjónvarpi…
allra landsmanna í fyrrakvöldi. Þar voru fulltrúar Samblands ungra sjálfstæðis- og framsóknarmanna mættir með rjómatertu í fjármálaráðuneytið til að fagna því að núverandi fjármálaráðherra hefur setið lengur samfellt í stóli fjármálaráðherra en nokkur annar. Það hlýtur af teljast til marks um nýjar áherslur í hugmyndastarfi SUS að sambandið heiðrar ráðherra flokksins sérstaklega fyrir að vera þaulsetnir. Hvað varð um „Báknið burt“? Til marks um aukinn hlut kvenna í stjórnmálastarfinu í SUS fékk kona að afhenda ráðherranum tertuna og vafalaust að baka hana líka. Það þykir heldur ekki mjög klókt pólitískt að minna á hvað Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera lengi í við völd. Hafa ungir sjálfstæðismenn gleymt einu helsta slagorði R-listans frá síðustu borgarstjórnarkosningum: „Tími til að breyta“?

Annars var Guðlaugur Þór Þórðarson, sem er formaður SUS,…
í spjallþætti Eiríks nú á dögunum. Ræddu þeir ekki ómerkari mál en bólferðir íslenskra húsasmiða með poppstjörnum og tíðar komur fræga fólksins til Íslands að undaförnu. Guðlaugi var einnig tíðrætt um hina „kraftmiklu kynslóð“ sem hann tilheyrir en eitt slagorða SUS upp á síðkastið hefur einmitt verið „Kraftur nýrrar kynslóðar“. Þessi æskudýrkun og kynslóðafordómar hafa verið ljóður á ráði SUS undanfarin ár. Enda um óþolandi heildarhyggju að ræða.