Eins og sagt var frá hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum hélt Róbert Marshall…
því fram í Mannlífsgrein að prjónabúð Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur hefði verið lokað af skattyfirvöldum en innsigli svo rofið daginn eftir og það sett í samhengi við að Ólafur Ragnar var þá fjármálaráðherra og æðsti yfirmaður skattamála. Þótt Ólafur hafi oft gengið langt í misnotkun sinni á pólitísku valdi var á það bent hér í blaðinu að sennilega hefði Róbert Marshall átt að kanna heimildir betur áður en hann rauk með þessa sögu í Mannlíf. Nú hefur Alþýðublaðið tekið þessar efasemdir VEF//ÞJÓÐVILJANS. Í Alþýðublaðinu síðastliðinn föstudag er nefnilega fullyrt að þessar ávirðingar Róberts um forsetahjónin séu uppspuni.
Landsliðsmarkvörður brýtur svo gróflega á mótherja í heimsmeistarakeppninni 1982…
að hann er óvígur í heilt ár og getur ekki framar leikið í íþróttinni. Ekkert dæmt. Franski landsliðsfyrirliðinn æðir út í áhorfendastúku á Bretlandi og sparkar svo til áhorfenda að stórslys hefðu getað hlotist af. Á að banna knattspyrnu vegna þessara atvika? Nei, skrifaði Ómar Ragnarsson í Dag-Tímann á föstudaginn var vegna leiðara Stefáns Jóns Hafsteins í sama blaði þar sem Stefán taldi það til marks um hátt menningarstig Íslendinga að hnefaleikar eru bannaðir. Ómar bendir einnig fluguveiðimanninum Stefáni Jóni á að sennilega hafi fleiri augu og eyru skaddast í fluguveiðum en hnefaleikum.
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, hefur ýmislegt við pistil frá 5. júlí að athuga