Laugardagur 5. júlí 1997

186. tbl. 1. árg.

Björgvin Guðmundsson, oddviti Vöku í Stúdentaráði, skrifar grein í Morgunblaðið í gær…
þar sem hann vitnar til eftirfarandi ummæla Björns Bjarnasonar sem menntamálaráðherrann viðhafði í unglingaþættinum Ó í vetur: „Ég er mjög undrandi á því ef þið áttið ykkur ekki á gildi þess að hafa frjálsa félagaaðild. Að þið haldið að það sé skynsamlegt í þjóðfélaginu að skylda menn til að vera í einhverjum ákveðnum félögum eða borga til þeirra.“ Þessi orð lét Björn falla vegna nýrra framhaldsskólalaga sem gefa framhaldsskólanemum færi á því að standa utan nemendafélaga kjósi þeir svo.

Björgvin segir svo í grein sinni: „Forvitnilegt er að bera saman hvernig menntamálaráðherra… veitti nemendum frelsi til að velja hvort þeir greiddu til hagsmunafélaga í framhaldsskólum annarsvegar og svo hvernig hann leysti málið í Háskóla Íslands hinsvegar. Hagsmunafélög nemenda í þessum skólum eru mjög sambærileg hvað varðar uppbyggingu og innheimtu félagsgjalda. Í framhaldsskólunum er nemendum gefinn kostur á að velja hvort þeir greiði til félaga nemenda í skólanum og sjá félögin um innheimtu sjálf, þó oft í samvinnu við skólann. Hefur þetta form gefist mjög vel. Í Háskólanum var það gjald, sem stúdentar greiddu til stúdentaráðs, hinsvegar endurskilgreint. Það var látið verða hluti af skrásetningargjaldi, sem stúdentar borga ár hvert, og síðan var Háskólanum heimilt að ráðstafa þessum hluta eða „allt að 10% til sérstakra verkefna samkvæmt samningi milli Háskólans og stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem háskólaráð staðfestir.“ Þetta kallar menntamálaráðherra frjálsa félagaaðild að SHÍ.
Af hverju fór menntamálaráðherra þessar ólíku leiðir? Lá ekki beinast við að leysa þessi mál á svipaðan hátt?“

Við þetta má ef til vill bæta að það var Ólafur G. Einarsson,…
fyrrverandi menntamálaráðherra, sem upphaflega lagði fram lagafrumvarpið sem leysti framhaldsskólanema undan skylduaðild að nemendafélögum. Frumvarpið var svo samþykkt í menntamálaráðherratíð Björns Bjarnasonar. Ólafur G. Einarsson kom því raunar einnig til leiðar að skylduaðild lánþega hjá Lánasjóði íslenskra námsmannaSamtökum íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) og Bandalagi íslenskra sérskólanema (BÍSN) var aflögð. Björn Bjarnason lagði hins vegar sérstaka lykkju á leið sína til að koma ákvæði um skylduaðild að Stúdentaráði í lög um Háskóla Íslands.

Athugasemd frá Birni Bjarnasyni sem barst 7. júlí.