Jóna Gróa Sigurðardóttir ritar grein í nýtt tölublað Hvatar…
sem samnefnt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík gefur út. Þar rifjar hún m.a. upp ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um atvinnuleysið í Reykjavík. Eins og menn muna boðaði R-listinn það fyrir kosningar að Reykjavíkurborg gæti hæglega útvegað öllum störf og kjörorð listans var atvinna, já takk.
Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar sagði Ingibjörg: Reykjavíkurlistinn telur að nýta eigi afl Reykjavíkurborgar til þess að skapa störf. Hvarvetna hér á landi og erlendis taka sveitarfélög frumkvæðið til að efla atvinnulífið.
Í desember síðastliðinn sagði Ingibjörg hins vegar: Að mínu mati er það ekki á valdi borgarinnar að leysa atvinnumálin vegna þess að vinnumarkaðurinn í Reykjavík er vinnumarkaður fyrir landið allt.
R-listinn tók við völdum í Reykjavík á miðju ári 1994. Þrátt fyrir að efnahagsuppsveifla…
hafi verið þann tíma sem listinn hefur verið við völd hefur þróun í atvinnumálum Reykvíkinga verið eins og taflan hér að neðan sýnir. En tölurnar í töflunni eru frá Vinnumálaskrifstofu Félagsmálaráðuneytisins. Það er því ekki að furða þótt Ingibjörg Sólrún sé farin að efast um að Reykjavíkurborg geti skapað störf.
Ár | Atvinnuleysisdagar í Reykjavík | Atvinnulausir að meðaltali |
1994 | 661.106 | 3051 |
1995 | 748.516 | 3454 |
1996 | 770.691 | 3556 |