Hnefaleikar hafa verið bannaðir hérlendis, þ.e. iðkun þeirra. Við megum hins vegar…
náðarsamlegast horfa á erlenda boxara reyna með sér. Sjónvarpsstöðin Sýn hefur að undanförnu sýnt beint úr hringnum þar sem liprustu boxar heims hafa tekist á. Þessar útsendingar hafa notið mikilla vinsælda og viðbúið að einhverjir vilja hefja iðkun á þessari vinsælu íþrótt hér. Þrátt fyrir að viðureign Tysons og Holyfields nú um helgina hafi ekki aðeins verið augnakonfekt heldur einnig sannkallað eyrnakonfekt má búast við því að þrýstingur vaxi á stjórnvöld að aflétta banninu. Ingi Björn Albertsson og Kristinn H. Gunnarsson fluttu raunar tillögu þess efnis á Alþingi fyrir nokkrum árum en hún náði ekki fram að ganga.
Þegar Ingi Björn og Kristinn lögðu tillöguna fram á þingi…
gerði DV skoðanakönnun meðal þjóðarinnar um afstöðuna til tillögunnar og fólk var spurt hvort leyfa ætti hnefaleika. Kona nokkur var aldeilis ekki á því og sagði: Nei, ég vil ekki láta lemja mig.!