Umhverfisathafnamenn (Enviro-Capitalists) er heiti á nýrri bók…
eftir Terry L. Anderson og Donald R. Leal en þeir eru einnig höfundar bókarinnar Free Market Environmentalism sem kom út árið 1991. Í kynningu á bókarkápu segir: Enviro-Capitalists skýrir á áhrifaríkan hátt hvers vegna við eigum frekar að treysta á athafnamenn á frjálsum markaði en opinbera skriffinna þegar kemur að verndun umhverfisins. Höfundarnir hafa áður rætt og ritað um markaðslausnir á umhverfisvandamálum og í þessari bók rekja þeir ýmis dæmi um það hvernig athafnamenn hafa mætt aukinni eftirspurn eftir umhverfisgæðum.
Í bókinni eru tekin nokkur dæmi tengd Íslandi um hvernig viðskiptahagsmunir og náttúruvernd fara saman: Þar er vísað til íslenskra æðarbænda, eggjatöku og starfs Orra Vigfússonar hjá Atlantshafslaxafélaginu. Bókin sem kom út í byrjun ársins fæst nú hjá Laissez Faire Books.