Formaður Sjómannafélags Reykjavíkur sagði í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi…
að ríkisapparöt ættu ekki að mismuna fólki. Þetta er rétt hjá formanninum en eitt skýrasta dæmið um mismunum er sérstakur skattaafsláttur til sjómanna, svokallaður sjómannaafsláttur. Ríkið styrkir eina tekjuhæstu stétt landsins um 1600 milljónir á ári með þessum hætti. Lækka mætti staðgreiðsluhlutfall allra landsmanna um 1% ef sjómannaafslátturinn væri felldur niður.
Tilefni þess að formaður sjómannafélagsins ræddi um mimunun ríkisapparata…
er sú ákvörðun Tryggingastofnunar að greiða ekki dánarbætur vegna manna sem farast með svokölluðum hentifánaskipum. Forystumenn sjómannafélaganna haf lýst undrun sinni á þessari ákvörðun. Þetta er þó mjög skýrt í lögum. Greinilegt er að stéttarfélög sjómanna hafa ekki sinnt starfi sínu og upplýsingagjöf til félagsmanna að þessu leyti. Það kemur einnig á óvart að sjómannafélögin, sem barist hafa gegn hentifánaskipum á þeirri forsendu að réttindi skipsverja sé lakari, komi nú fram með þann málflutning að sömu reglur hljóti að gilda um hentifánaskipin og önnur skip!
Í riti Orra Haukssonar og Illuga Gunnarssonar um fiskveiðistjórnun varpa þeir félagar…
fram þeirri spurningu hvers vegna aðeins útgerðarmönnum en ekki sjómönnum hafi verið festur kvóti vegna veiðireynslu. Svar þeirra er svo eftirfarandi: Sá sem hefst handa um atvinnurekstru á eigin ábyrgð og áhættu aflar sér réttinda með frumkvæði sínu. Staða þeirra sem hann ræður til starfa er annars eðlis. Þeir hafa fengið laun sín og notið annarra starfskjara eins og um var samið en ekki tekið neina rekstraráhættu og því ekki eignast neinn rétt umfram þau. Þótt sjómenn hafi með vinnu sinni skapað meiri verðmæti en þeir fengu endurgreitt í launum eiga þeir á grunvelli þessa gildisauka hvorki fyrirtækið né atvinnuréttindi þess. Ekki frekar en vinnumaður bónda sem rakar saman heyi hans eignist með vinnu sinni hlut í landspildunni, nema um það hafi verið samið.