Eitt af því sem fólks segist hafa mestar áhyggjur af í framtíðinni…
eru aukin gróðurhúsaáhrif. Þetta kemur fram í skoðanakönnunum sem gerðar eru vítt og breitt um heiminn. Fáir geta hins vegar skýrt út hvað gróðurhúsaáhrifin eru og áhyggjurnar viðast vaxa eftir því sem fólk veit minna um málið. Þegar kenningin um aukin gróðurhúsaáhrif náði lýðhylli um 1970 fullyrtu æstustu stuðningsmenn hennar að hiti mundi hækka um nokkrar gráður á jörðinni á næstu áratugum. Þessar fullyrðingar hafa ekki reynst réttar og nú er svo komið að heimsendaspámennirnir eru farnir að halla sér að kenningum um staðbundin óveður í stað almennrar hitahækkunar. Ýmsir úr þessum hópi spáðu því raunar á sjötta áratugnum að hiti myndi lækka vegna iðnaðarryks í andrúmsloftinu sem endurkasta myndi geislum sólar.
Tillögur Hafrannsóknarstofnunar um aukinn þorskafla á næsta fiskveiðiári…
þar sem þorskstofninn hafi styrskt eru ánægjulegar. Morgunblaðið hefur oft notað það sem rök fyrir aukinni skattheimtu (veiðileyfaskatti) á sjávarútveginn að veiðiheimildir hafi dregist saman og erfitt sé fyrir nýja útgerðamenn að nálgast kvóta. Blaðinu verður sjáflsagt ekki skotaskuld úr því að leggja til aukna skattaheimtu þar sem afli sé að aukast.