Rétt er að vekja athygli á 15% afslætti á öllum bókum…
hjá Laissez-Faire bókaklúbbnum nú í apríl. Áhugamenn um hagsögu gætu haft áhuga á bókinni The Industrial Revolution & Free Trade sem er safn 22 ritgerða um upphaf iðnvæðingar og hvernig kapítalisminn leysti fólk úr hlekkjum fátæktar. Meðal greinahöfunda eru Hayek, Mises, Rothbard og Hazlitt. Bókin kostar aðeins $14.95. Önnur bók um svipað efni er How the West Grew Rich eftir Rosenberg og Birdzell á $14.95 einnig. Þegar 15% hafa verið slegin af má því fá báðar bækurnar fyrir aðeins 1.785 Frónkrónur samtals.
Áhugamenn um umhverfismál gætu haft áhuga á nýrri bók sem ritstýrt er af Terry L. Anderson (höfundur Free Market Environmentalism) en hún ber nafnið Breaking the Environmental Policy Gridlock og eins og nafnið bendir til er hún full af gagnrýni á afskipti stjórnmálamanna af umhverfismálum. Bókin er á sömu kostakjörunum og hinar fyrrnefndu, aðeins $14.95 auk 15% afsláttar ef hún er keypt nú í apríl. Ritgerð Hanz Sennholz The Great Depression – Will We Repeat It? fylgir frítt með öllum pöntunum í apríl. Í ritgerðinni leiðir Sennholz að því líkur að ríkisafskipti geti framkallað kreppu nú rétt eins og þau gerðu um 1930.
Helgarsprokið 20. apríl 1997
110. tbl. 1. árg.