Laugardagur 19. apríl 1997

109. tbl. 1. árg.

Landgræðslustjóri sagði í gær á 90 ára afmæli Landgræðslunnar…
að veita þyrfti einum milljarði króna til viðbótar til landgræðslu til að halda gróðurlendi í horfi. Landgræðsla ríkisins er dæmi um ríkisstofnun sem er ætlað að bæta fyrir mistök annars ríkisrekturs. Í þessu tilfelli ríkisrekins landbúnaðar. Gróðursérfræðingar telja nefnilega að landið muni á skömmum tíma grænka umtalsvert ef dregið verði úr beit en sennilega væri hún ekki mikil ef rollurnar væru ekki styrktar með skattfé í fjallaferðir sínar. Landgræðslustjóra væri því nær að benda stjórnvöldum á að afleggja ríkisstyrki til sauðfjárræktar en þar er um nokkra milljarða króna að ræða. Hver veit nema þá mætti leggja Landgræðsluna niður við tækifæri.

Annað dæmi um ríkisreknar hörmungar…
í íslenskri náttúru er ræsing mýra og annars votlendis sem fram á síðustu ár var sérstaklega styrkt af ríkisapparatinu Jarðræktarsjóði. Ræsingin hófst ekki að ráði fyrr en eftir 1950 og þá var ekkert til sparað og á Suðurlandi eru nú aðeins eftir um 3% þess votlendis sem var fyrir 1950.