Laugardagur 8. febrúar 1997

39. tbl. 1. árg.

8. febrúar 1997: Markaðshyggjumaðurinn og hagfræðingurinn…
David Friedman sendi í haust frá sér bókina Hidden OrderThe Economics of Everyday Life. Eins og nafnið bendir til er bókin um hversdagslegar athafnir okkar skoðaðar af hagfræðilegum sjónarhóli. Í umsögn um bókina í New York Times sagði m.a.: ,,Það er stórskemmtilegt hvernig Friedman sér eiginhagsmuni fólks koma við sögu í öllu milli himins og jarðar. T.d. hvernig verð á poppkorni í kvikmyndahúsum verður til, hvernig karlaklósett eru staðsett, af hverju hermenn í bardaga hirða ekki um að miða á andstæðinginn áður en skotið er, af hverju markaður með notaðar skólabækur skaðar ekki höfunda þeirra, hvernig fólk ákveður hvað það eyðir miklum tíma í að slá garðinn og sinna öðrum heimilisstörfum, hvernig ákveða á verð á hesti, af hverju olíuskortur er ekki líklegur í heiminum, hvaða áhrif það hefur á óþjóðalýð að ganga um með staf, af hverju fólk gefur gjafir í stað peninga og af hverju karlmenn bjóða konum trúlofunarhring. Bókina má kaupa hjá Laissez-faire books.