Ýmsir hafa haft horn í síðu bænda á undanförnum árum…
vegna þeirra framleiðslustyrkja sem þeir hljóta úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Í þessum hópi hafa verið allnokkrir háskólakennarar. En eru háskólakennararnir ekki að kasta grjóti úr glerhúsi? Staða þeirra er nákvæmlega sú sama og bændanna. Þeir hljóta beingreiðslur úr ríkissjóði rétt eins og bændurnir en eiga að framleiða kennslustundir í stað lambakets. Af einhverjum ástæðum er hins vegar betri sátt í þjóðfélaginu og á Alþingi um niðurgreiðslurnar til kennaranna en bændanna. Að minnsta kosti er sjaldan rætt um að afnema beingreiðslurnar til kennara. Af hverju ætli það sé? Gæti skýringin ekki m.a. verið sú að menntafólkið hefur leyst bændurna af að stórum hluta á Alþingi og í öðrum áhrifastöðum í þjóðfélaginu? Skólamenn eru orðnir öflugri þrýstihópur en sveitamenn.
Hvað ætli líði langur tími þar til nýr þrýstihópur hefur leyst skólamennina af og öllum þyki hlægilegt að framleiðsla kennslustunda hafi verið niðurgreidd? Rétt eins menn hrína nú vegna framleiðslustyrkja til landbúnaðar?
Mánudagur 4. ágúst 1997
216. tbl. 1. árg.