Vefþjóðviljinn 7. tbl. 17. árg.
Áfram eru sagðar furðufréttir af því að Reykjavíkurborg neiti einkafyrirtæki um leyfi til að safna rusli af heimilum fólks, nánar til tekið lífrænum úrgangi, til dæmis matarafgöngum og garðaúrgangi.
Borgin ætlar hins vegar að taka þátt í því í gegnum SORPU að reisa endurvinnslustöð fyrir 3.000 milljónir króna þar sem tekið verður á móti slíkum lífrænum úrgangi.
Hvers vegna eiga skattgreiðendur að punga út 3.000 milljónum króna til að ráðamenn Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga sem eiga aðild að SORPU geti stýrt sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu í smáatriðum?
Hvers vegna hafa sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu ekki kynnt það fyrir skattgreiðendum að þeir eigi að greiða nokkur þúsund milljónir fyrir sorphirðu sem aðrir geta sinnt?
Ef að einkafyrirtæki geta gert sér mat úr matarleyfum og öðru sem til fellur á heimilum er galið að sveitarfélögin troði þeim um tær.