S em von er hafa margir hagfræðingar, ekki síst úr háskólunum, gefið sig fram að undanförnu og ráðið almenningi og stjórnvöldum heilt í þrengingunum. Fjölmiðlar hafa góða lyst á heilræðunum.
Að vísu mun leitun að hagspekingi sem hagnaðist á hræringum undanfarinna vikna en það er auðvitað vegna þess að þeir vildu ekki nýta gáfur sínar umfram aðra menn til að skara eld að eigin köku.
Einn vinsælasti álitsgjafi fjölmiðlanna um þessar mundir er Ólafur Ísleifsson hagfræðingur. Daglega ræður hann stjórnvöldum heilt í fréttatímum. Það þarf að gera þetta og menn hefðu nú betur gert hitt.
Að vísu er ástandið miklu betra nú en í vor. Hættuástandinu lauk nefnilega í mars, eins og Ólafur kynnti áheyrendum í Stokkhólmi í maí. Þá var Seðlabanki Íslands búinn að gera samning um gjaldeyrisskipti við seðlabanka Norðurlandanna. „Þessi norræni skiptasamningur er mjög mikilvægur fyrir Ísland og breytir umhverfinu algerlega“, sagði Ólafur Ísleifsson.
Það versta er yfirstaðið.