Helgarsprokið 14. nóvember 2004

319. tbl. 8. árg.

Ívikunni sem leið stóð í Reykjavík aðþjóðleg vísindaráðstefna um loftslagsbreytingar á Norðurskautssvæðinu. Á ráðstefnunni var kynntur afrakstur af starfi nokkur hundruð vísindamenna undanfarin ár. Það er mjög áberandi þegar vísindamenn kynna niðurstöður sínar fyrir fjölmiðlum að fjölmiðlamenn hafa eðlilega mestan áhuga á því versta sem vísindamenn telja að gæti hent. Það er lítið púður í vísindaniðurstöðum sem segja allt í góðu lagi og ekkert bendi til að við séum að steypa okkur í glötun.

Menn geta rétt ímyndað sér hversu mikið er að marka frétt af niðurstöðum vísindamanna sem umhverfisverndarsamtök hafa matreitt ofan í fréttastofur. Slíkt gerist þó á nær hverjum degi. Fjölmiðlum þykir þægilegt að láta mata sig með þessum hætti enda fá þeir það sem þeir vilja; æsifréttir og ótíðindi.

Það liggur í hlutarins eðli að spádómar vísindamanna um óbreytt ástand í veröldinni eru varla fréttamatur. Spádómar vísindamanna um að við getum farið okkur að voða með því að haga okkur svona eða svona eru hins vegar æsilegt og spennandi fréttaefni. Jafnvel þótt vísindamenn setja ýmsa fyrirvara í spár sínar og segi þær háðar óvissu rata slíkir fyrirvarar sjaldnast í fréttirnar. Fréttamennirnir hafa ekki tíma eða þekkingu til að setja sig inn í málin og vilja bara fá einfaldar og fyrst og fremst góðar fyrirsagnir á fréttirnar sínar. Vísindamenn vita þetta líka. Ef þeir koma með niðurstöður um að ekkert merkilegt gerist næstu hundrað árin á því sviði sem þeir rannsaka komast þeir ekki í fréttirnar.

Annað sem hangir á þessari spýtu er að vísindamaður sem skilar niðurstöðum sem gefa til kynna að hugsanleg vá sé framundan er miklu líklegri til að hljóta áframhaldandi styrki til rannsókna heldur en sá sem segir að allt sé í sóma. Það er því afar freistandi að setja upp dæmi þar sem – að gefnum ýmsum forsendum – muni eitthvað slæmt gerast. Og bæta því svo við í lokin að málið þarfnist nánari rannsóknar.

Auðvitað er ekki hér með sagt að vísindamenn almennt láti þetta hafa áhrif á sig en það er samt mikilvægt að hafa þetta í huga þegar fréttir af vísindalegum álitaefnum eru meltar.

Hér er heldur ekki öll sagan sögð. Á flestum þeim sviðum sem minnsti grunur leikur á að eitthvað ókræsilegt muni gerast sprettur upp iðnaður í kringum hrakspárnar. Svonefnd umhverfisverndarsamtök hafa náð einna lengst í þessum bransa. Og nú fyrst færist fjör í leikinn og allir fyrirvarar vísindamanna eru látnir lönd og leið. Ýmis umhverfisverndarsamtök hafa mikla hagsmuni af því að menn trúi því að allt sé að fara norður og niður. Íslendingar þekkja þetta af málflutningi umhverfisverndarmanna á undanförnum áratugum um hvalveiðar og ástand hvalastofna. Það er auðvitað hagur þessara samtakan að hinn almenni maður haldi að bölmóðurinn eigi við rök að styðjast. Menn geta rétt ímyndað sér hversu mikið er að marka frétt af niðurstöðum vísindamanna sem umhverfisverndarsamtök hafa matreitt ofan í fréttastofur. Slíkt gerist þó á nær hverjum degi. Fjölmiðlum þykir þægilegt að láta mata sig með þessum hætti enda fá þeir það sem þeir vilja; æsifréttir og ótíðindi.

Samtökin Váin af tvívetnisildi nálgast“ gætu til að mynda sent eftirfarandi fréttatilkynningu á fjölmiðla.

Tvívetnisildi er mikið notað í efnaiðnaði og mikið af efninu finnst í afrennsli sorphauga og kjarnorkuvera. Efnið lekur oft í ár og vötn og berst þannig í lífkeðjuna. Tvívetnisildi er líka burðarefni fyrir súrt regn og er mikilvirk gróðurhúsalofttegund þegar það gufar upp í andrúmsloftið. Á föstu formi er efnið stórkostlegur slysavaldur, ekki síst í umferðinni. Efnið finnst einnig í krabbameinsæxlum. Komist örlítið magn af efninu í snertingu við sýru getur það valdið sprengingu. Vísindamenn eru almennt sammála um þessi skelfilegu áhrif efnisins. Talvert af efninu er talið finnast á heimilum og vinnustöðum. Samtökin VATN (Váin af tvívetnisildi nálgast) vilja því vekja athygli almennings og stjórnvalda á því að við svo búið verður ekki unað. VATN skorar á stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgerða gegn þessari vá.

Í inngangi sjónvarpsfréttar um kvöldið kæmi svo fram að mikið að eiturefnins tvívetnisildi væri að finna á heimilum landsmanna. Í blaðafrétt undir fyrirsögninni Vísindamenn sammála um hættuna af tvívetnisildi“ væri kannski tekið fram í lokin að tvívetnisildi sé betur þekkt sem vatn.