 Andstæðingum bíla er oft sérlega í nöp við „jeppamenn“ og vilja helst lækka rostann í slíku mannfólki sem mest þeir geta. Andstaðan við jeppana hefur meðal annars byggst á því að þeir séu hættulegir í umferðinni. Í Bandaríkjunum er allt rannsakað og þar á meðal þessi meinta hætta af jeppum. Douglas Coate og James VanderHoff við Rutgers University komust að þeirri niðurstöðu  eftir að hafa beitt tölfræðilegum rannsóknum á gögn yfir fjölda dauðaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum á árunum 1994-1997, að fjölgun jeppa hefði í för með sér fækkun dauðaslysa. Þeir fundu út að 5% hlutfallsleg fjölgun jeppa miðað við fjölda ökuskírteina, hefði þýtt 7,5% fækkun dauðaslysa þar sem einn bíll lenti í slysi, t.d. við útafakstur, og 2% fækkun dauðaslysa þar sem árekstur tveggja eða fleiri bíla hefði orðið. Í mannslífum talið þýði þetta að í Bandaríkjunum hafi fjölgun jeppanna bjargað 2.000 manns.
Andstæðingum bíla er oft sérlega í nöp við „jeppamenn“ og vilja helst lækka rostann í slíku mannfólki sem mest þeir geta. Andstaðan við jeppana hefur meðal annars byggst á því að þeir séu hættulegir í umferðinni. Í Bandaríkjunum er allt rannsakað og þar á meðal þessi meinta hætta af jeppum. Douglas Coate og James VanderHoff við Rutgers University komust að þeirri niðurstöðu  eftir að hafa beitt tölfræðilegum rannsóknum á gögn yfir fjölda dauðaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum á árunum 1994-1997, að fjölgun jeppa hefði í för með sér fækkun dauðaslysa. Þeir fundu út að 5% hlutfallsleg fjölgun jeppa miðað við fjölda ökuskírteina, hefði þýtt 7,5% fækkun dauðaslysa þar sem einn bíll lenti í slysi, t.d. við útafakstur, og 2% fækkun dauðaslysa þar sem árekstur tveggja eða fleiri bíla hefði orðið. Í mannslífum talið þýði þetta að í Bandaríkjunum hafi fjölgun jeppanna bjargað 2.000 manns.
 Fyrir síðustu kosningar til Alþingis klufu nokkrir vinstri menn sig frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði og fóru í sérframboð undir merkjum Samfylkingarinnar. Meðal kosningaloforða Samfylkingarinnar var hækkun á bensínsköttum. Hefði Samfylkingin fengið að ráða má leiða líkum að því að bensínlítrinn væri í dag á um 120 krónur og þar af tæki ríkið um 85 krónur. Í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í gær fullyrti Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar að hérlendis væri samráð um verðlagningu á bensíni og á því þyrfti að taka. Hann minntist ekki einu orði á að ríkið hirðir um 65% útsöluverðsins og tæki enn meira ef kosningaloforð Samfylkingarinnar yrðu efnd. Hann nefndi heldur engin dæmi um meiri verðmun á bensíni í öðrum löndun en hér á Íslandi enda ekki um það að ræða. Össur útskýrði heldur ekki hvers vegna sama verð er endilega slæmt.
Fyrir síðustu kosningar til Alþingis klufu nokkrir vinstri menn sig frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði og fóru í sérframboð undir merkjum Samfylkingarinnar. Meðal kosningaloforða Samfylkingarinnar var hækkun á bensínsköttum. Hefði Samfylkingin fengið að ráða má leiða líkum að því að bensínlítrinn væri í dag á um 120 krónur og þar af tæki ríkið um 85 krónur. Í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í gær fullyrti Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar að hérlendis væri samráð um verðlagningu á bensíni og á því þyrfti að taka. Hann minntist ekki einu orði á að ríkið hirðir um 65% útsöluverðsins og tæki enn meira ef kosningaloforð Samfylkingarinnar yrðu efnd. Hann nefndi heldur engin dæmi um meiri verðmun á bensíni í öðrum löndun en hér á Íslandi enda ekki um það að ræða. Össur útskýrði heldur ekki hvers vegna sama verð er endilega slæmt. 
Það er nærri lagi að heimsmarkaðsverð bensíns sé um 20 krónur á lítrann. Í Reykjavík má fá bensín á verðinu 92 til 96 krónur lítrinn. Verðmunur sem hlutfall af innkaupsverði er því um 20%. Verðmunur sem hlutfall af hlut olíufélaganna sjálfra (álagningu, geymslukostnaði, dreifingarkostnaði o.s.frv.) er sennilega um 25%. Hvað bauð Össur upp á mikinn verðmun á áskrift að DV og öðrum blöðum á meðan hann stýrði DV? Var það ekki nærri 0%? Því má svo bæta við að jafnvel þótt bensínverð væri – eins og áskriftarverð dagblaða – alls staðar hið sama þarf það ekki að þýða annað en að samkeppnin heldur verðinu niðri.