Mánudagur 15. febrúar 2016

Vefþjóðviljinn 46. tbl. 20. árg.

Hér var í síðustu viku minnst á hversu ólíkum tökum stjórnmálamenn af hægri vægnum og vinstri vængnum eru oft teknir.

Hvernig halda menn að fjölmiðlar, þingmenn og álitsgjafar hefðu látið ef oddviti hægriflokks hefði sagst hafa grátið þegar hann hefði séð „þennan ófétis Hæstarétt“ koma í veg fyrir að hægt væri að fella niður ábyrgðir sem menn hefðu veitt fyrir skuldum annarra. Ríkisstjórnin hefði af gæðum sínum ætlað að gera þetta fyrir „heimilin í landinu“ en þessi „ófétis Hæstiréttur“ hefði eyðilagt það.

Hvernig hefðu stóryrðaviðbrögðin orðið?

En var fréttamönnum og álitsgjöfum nokkuð brugðið þegar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, talaði svona opinberlega

En auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að fréttamenn eyði miklum tíma í fjalla um að formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins telji „þennan ófétis Hæstarétt“ hafa eyðilegt fyrir stjórninni sem hann sat í. Fréttamenn eru uppteknir við samfelldan fréttaflutning af netsöfnun Kára Stefánssonar.