Vefþjóðviljinn 342. tbl. 19. árg.
Tvenns konar misskilningur birtist í máli stjórnarandstöðuþingmanna á alþingi í dag.
Annars vegar að bætur séu laun. Laun semja menn um. Bætur véla aðrir alfarið um og um þær gilda jafnan skýr lög. Laun eru ekki tengd öðrum tekjum, skuldastöðu eða fjölskyldustærð. Bætur eru það. Ellilífeyrir er háður aldri, vaxtabætur eru háðar húsnæðisskuldum og barnabætur fjölda og aldri barna.
Hins vegar virðist stjórnarandstaðan óánægð með að bætur lækki vegna bættrar stöðu manna. Þegar tekjur manna aukast og skuldir lækka taka vaxtabætur eðlilega að lækka. Þegar tekjur aukast lækka tekjutengdar barnabætur sömuleiðis. Þetta er ekki merki um mannvonsku stjórnarherranna heldur um farsæld hins almenna manns. Hann er að bæta sinn hag upp á eigin spýtur. Yfir því að sjálfsagt að gleðjast.