Vefþjóðviljinn 175. tbl. 19. árg.
Það þarf ekki að koma á óvart að ríkisstjórnin leggi nú til að aflaheimildum í markíl verði úthlutað til eins árs. Fyrst lagði hún til sex ára úthlutun, svo menn sem legðu í verulegar fjárfestingar til veiðanna hefðu einhverja tryggingu fyrir forsendum sínum. Stjórnarandstaðan hertók þá ræðustól alþingis og spunamenn byrjuðu að æsa fólk upp. Ríkisstjórnin lagði þá til þriggja ára úthlutun. Stjórnarandstaðan hertók þá ræðustól alþingis og spunamenn héldu áfram að æsa fólk upp. Nú hefur ríkisstjórnin lagt til eins árs úthlutun og næst mun hún stinga upp á að úthlutað verði til hálftíma í senn.
Stjórnarandstaðan segir að sjálfsögðu að þetta breyti engu.
Auðvitað gefst stjórnin upp á makrílfrumvarpinu. Það er líka búið að safna svo mörgum undirskriftum á netinu. Það er thjodareign.is sem setur lögin, ekki alþingi.