Þ etta slapp naumlega en Morgunblaðið hélt þessu á floti með því að birta viðtal við Gylfa Magnússon í sunnudagsblaðinu. Það hefði verið leiðinlegt ef Íslendingar hefðu þurft að lifa gylfa-lausan dag í fjölmiðlum í fyrsta skipti í marga marga mánuði. Í viðtalinu lagði Gylfi áherslu á að allir þeir sem ábyrgð bæru á málefnum atvinnulífsins og skipulagi þess yrðu látnir fara. Ekki bara þingmenn og ráðherrar, embættismenn og stjórnarmenn fjármálaeftirlitsins heldur líka eigendur fyrirtækja og stjórnendur. Eiginlega allir sem eitthvað hefðu getað gert öðruvísi undanfarin ár. Sama söng mun Gylfi hafa sungið á útifundi sem Hörður Torfason og Ástþór Magnússon Wium héldu daginn áður.
Og af því að íslenskir fjölmiðlamenn eru eins og þeir eru, þá er Gylfi Magnússon aldrei spurður að því hvort að stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins eigi að hætta með öllum hinum. Nema auðvitað að í Samkeppniseftirlitinu hafi menn fundið einu óskeikulu opinberu stofnun heims.
F ormannskosning Framsóknarflokksins sýnir betur en margt annað hversu lítill áhugi er í raun á því hjá innlendu stjórnmálaflokkunum að Ísland gangi í Evrópusambandið. Einn formannsframbjóðendanna, Páll Magnússon, byggði baráttu sína að mestu á því máli, og reyndi meira að segja að yfirtrompa Samfylkinguna í Evrópuáhuga. Páll fékk 18 % atkvæða og náði ekki í aðra umferð. Þeir Sigmundur Davíð, núverandi formaður, og Höskuldur, forveri hans, eru alls ekki í hópi Evrópuáhugamanna og nutu báðir mikils fylgis.
Fjölmiðlamenn, einkum þeir Evrópusinnuðu, reyna í þessu ljósi og fleirum að túlka úrslitin eingöngu sem svo að Framsóknarflokkurinn hafi hafnað fyrri forystu hans, og hefði kosið Askasleiki ef hann hefði verið í boði. Það er röng túlkun. Páll Magnússon var reyndar tengdur Valgerði Sverrisdóttur og liðinu í kringum hana, en kjör hans hefði hreint ekki verið neitt afturhvarf til fortíðar. Birkir Jón Jónsson, sem er nátengdur gamla valdakjarna flokksins, sigraði síðan Siv Friðleifsdóttur, sem alltaf var upp á kant við þá sem stýrðu Framsóknarflokknum og missti þess vegna ráðherrasæti sitt um tíma. Glæsilegur árangur þeirra Sigmundar og Höskuldar er ekki síst sigur Guðna Ágústssonar, sem hefur gert þá menn hlægilega sem héldu sig hafa náð flokknum á sitt vald á miðstjórnarfundi hans á dögunum og vera komnir með hann langleiðina til Brussel. Guðni Ágústsson er núna sterki maðurinn í Framsóknarflokknum.
Niðurstaðan í formannskjörinu er áfall fyrir Evrópusinna og Valgerði Sverrisdóttur. Evrópuályktun flokksins varð svo hvorki fugl né fiskur miðað við það sem að var stefnt og ljóst að Evrópusambandssinnar fóru næstum jafn tómhentir af þessu flokksþingi og þeir hafa áður gert.
FF leira er ánægjulegt við flokksþingið. Ekki er að efa að Guðmundur Steingrímsson á eftir að njóta sín vel sem fótgönguliði í hersveit Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
S læmur var tvöþúsundvandinn. Verri var tvöþúsundogníuvandinn.