Helgarsprokið 2. mars 2008

62. tbl. 12. árg.

Þ að er gott til þess að vita að enn eru til stjórnmálamenn sem láta sér annt um skattgreiðendur og tengja ekki árangur sinn einungis við hversu miklu skattfé þeim tekst að koma í lóg. Á Seltjarnarnesi er stórhuga bæjarstjóri, Jónmundur Guðmarsson, sem þó er mjög umhugað um að rekstur bæjarfélagsins sé í lagi og að hann sé ekki eingöngu rekinn á kostnað framtíðarinnar með endalausum lántökum.

Á Seltjarnarnesi hefur verið mikil uppbygging á undanförnum áratugum en um leið hefur verið kappkostað við að hagræða og láta útgjöld ekki fara fram úr tekjum. Þvert á móti er stefnan fremur sú að lækka skatta þegar tök eru á. Enda hefur bærinn getið sér gott orð fyrir að vera fyrirmyndarsveitarfélag og verið hampað sérstaklega fyrir góðan rekstur.

„Listi sjálfstæðismanna undir forystu Jónmundar fékk um 70% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Það sýnir svo ekki verður um villst að aðhald og skattalækkanir geta líka uppfyllt draum stjórnmálamanna um vinsældir í kosningum. Í viðtali sem við bæjarstjórann sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 17. febrúar hvatti hann stjórnmálamenn til að huga í auknum mæli að því að skila góðum rekstri og beita aðhaldi til að geta rækt öfluga þjónustu með lækkandi álögum og án skuldsetningar.“

Nú er svo komið að á Nesinu eru álögur með því allra lægsta sem gerist á landinu en um leið veitir sveitarfélagið ekki minni þjónustu en önnur sveitarfélög. Meirihlutinn hefur greinilega litið á rekstur sveitarfélagsins sem rekstur í samkeppni við önnur sveitarfélög landsins. Bjóða ber upp á góða þjónustu við vægum sköttum og tryggja þannig að sveitarfélagið verði eftirsótt til búsetu. Og þeir sem efast um að þessi stefna sé heillvænlega fyrir pólitíska framtíð stjórnmálamanna er bent á að kannanir sýna að bæjarbúar eru mjög ánægðir með rekstur og þjónustu bæjarins.

Listi sjálfstæðismanna undir forystu Jónmundar fékk um 70% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Það sýnir svo ekki verður um villst að aðhald og skattalækkanir geta líka uppfyllt draum stjórnmálamanna um vinsældir í kosningum. Í viðtali sem við bæjarstjórann sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 17. febrúar hvatti hann stjórnmálamenn til að huga í auknum mæli að því að skila góðum rekstri og beita aðhaldi til að geta rækt öfluga þjónustu með lækkandi álögum og án skuldsetningar. Allt of sjaldan heyrast slík sjónarmið hjá stjórnmálamönnum.

Það er óhætt að segja að bæði ríkisstjórn og flestir sveitarstjórnarmenn landsins mættu gefa þessum orðum gaum og vera vakandi fyrir niðurskurði og hagræðingu hjá hinu opinbera og leggja áherslu á lækkun skatta á fyrirtæki og borgara. Jónmundur hvatti til þess í viðtalinu að laun kennara yrðu hækkuð umtalsvert í næstu kjarasamningum. Vefþjóðviljinn er reyndar þeirrar skoðunar að eina langtíma framtíðarlausn varðandi kjaramál kennara sé að einkavæða skólakerfið svo koma megi á samkeppni í menntakerfinu eins og við þekkjum í öðrum fyrirtækjarekstri, sem myndi ótvírætt tryggja betur rekna skóla og vafalaust hærri laun hæfra kennara.

En það var ánægjulegt að bæjarstjórinn hvatti ekki til útgjaldaaukningar. Hann benti á aðra lausn. Hann taldi að komið væri að þáttarskilum varðandi menntamálin og að menn yrðu að hætta að líta skólamál sem fjárfestingu í steypu, stáli og gleri. Þess í stað yrðu menn í auknum mæli að líta til innra starfs, menntunar og símenntunar kennara. Það væri því hægt að hækka laun kennara umtalsvert í næstu kjarasamningum með því að breyta forgangsröðuninni og án þess að auka endilega útgjöld.

Á Seltjarnarnesi er eitt af framtíðarleiðtogaefnum Sjálfstæðisflokksins sem tilbúið er að fara óhefðbundnar leiðir til að ná árangri. Það er spurning hvenær flokkurinn kallar bæjarstjórann til annarra verka.