Sú staðreynd að hugmyndafræði og eðli fasismans…
á 2. og 3. áratugnum er í veigamiklum atriðum áþekkt sósíalismanum virðist hafa komið nokkrum vinstrimönnum verulega á óvart ef marka má viðbrögð við grein hér í blaðinu 3. apríl. Er hér bæði um að ræða skoðanir á hlutverki ríkisvaldsins, réttindum borganna, skipulagi efnahagslífsins, forræði flokksins og viðhorfi til lýðræðins svo eitthvað sé nefnt. Vissulega er hér um flóknari skýringar og orsakatengsl að ræða en menntaskólasagnfræði býður að jafnaði upp á, en þessi atriði ættu þó að vera kunn flestum þeim, sem finnst þeir geta sagt öðrum til um hugmynda- og stjórnmálasögu 19. og 20. aldar. Leiðtogar Sovétríkjanna og Þýskalands fyrir seinna stríð þáðu ýmislegt hverjir af öðrum í hugmyndafræðilegum skilningi, og einnig áttu margháttuð viðskipti, m.a. með hergögn, allt þar til þýski herinn réðst inn í Sovétríkin árið 1941, Stalín til mikillar furðu. Fræg er einnig sú saga að sovéskar fallbyssukúlur voru notaðar til að murka lífið úr uppreisnarmönnum sósíalista í Þýskalandi árið 1923, er þá hugðust steypa auðvaldinu af stóli þar í landi. Þá var Mússólíní í sósíalístaflokki á Ítalíu áður en hann stofnaði eigin stjórnmálaflokk og til fróðleiks má geta að Nasistar höfðu þrælkunarbúðir Stalíns að fyrirmynd í útrýmingar- og vinnubúðakerfi sínu en Sovétleiðtogar hrifust aftur á móti af skipulagi og skilvirkini þess kerfis.
Öllu alvarlegri er þó sá misskilingur vinstrimanna…
að tengls frjálshyggju og fasisma séu náin. Sér hver maður að hér er um algerar andstæður að ræða og sá sem teflir öðru fram opinberar eigið þekkingarleysi. Allir (sic. flestir) vita að frjálshyggja og frjálslyndar hugmyndir bygga á lýðræði, takmörkuðu ríkisvaldi, einstaklingsfrelsi, frjálsri samvinnu og umburðarlyndi gagnvart öðrum hópum, á meðan fasismi og nasismi standa fyrir hið gagnstæða, sem stjórnlynd og miðstýrandi stjórnmálaöfl rétt eins og sósíalisminn. Skáldið Cyrrill Connelly kvað einhverju sinni svo um sósíalisma:
M stands for Marx
and the clashing of classes
and the marching of masses
and the massing of asses.
Allir sjá að þessa greiningu skáldsins má auðveldlega snúa upp á fasisma…