Þriðjudagur 1. mars 2016

Vefþjóðviljinn 61. tbl. 20. árg.

Iðgjöld vegna veðurtjóna fara lækkandi þrátt fyrir að öfgar séu sagðar fara vaxandi.
Iðgjöld vegna veðurtjóna fara lækkandi þrátt fyrir að öfgar séu sagðar fara vaxandi.

Það ringir yfir lesendur blaða og hlustendur útvarpsstöðva fullyrðingum um að „öfgar í veðrinu“ séu að aukast. Heitir staðir verða heitari, kaldir kaldari, blautir blautari, þurrir þurrari og alls staðar hvessir.

The Wall Street Journal vekur hins vegar athygli á því í dag að í árlegu bréfi til hluthafa í Berkshire Hathaway segir Warren Buffett að þótt félagið eigi mikilla hagsmuna að gæta í tryggingastarfsemi þurfi hluthafar ekki að hafa áhyggjur af því að tapa fjármunum vegna tjóna af völdum veðurs.

Up to now, climate change has not produced more frequent nor more costly hurricanes nor other weather-related events covered by insurance. As a consequence, U.S. super-cat rates have fallen steadily in recent years, which is why we have backed away from that business.

Þetta rímar ekki alveg við allar öfgaveðurfréttirnar.