Fimmtudagur 3. september 2015

Vefþjóðviljinn 246. tbl. 19. árg.

Af 19 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja 17 afnám einokunarverslunar með áfengi. En einungis 7 af 44 þingmönnum vinstri flokkanna.
Af 19 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja 17 afnám einokunarverslunar með áfengi. En einungis 7 af 44 þingmönnum vinstri flokkanna.

Stjórnarskrá lýðveldisins gerir almennt ekki ráð fyrir að alþingi komi saman fyrr en fyrsta virka dag í október.

Þing kemur engu að síður saman á miðvikudaginn í næstu viku. Og ekki í þeim mánuði sem stjórnarskráin mælir fyrir um heldur á þeim tíma dagsins sem dagskrá Eurobasket leyfir. 

Frumvarp um afnám einokunar ÁTVR á sölu áfengis verður væntanlega lagt fram að nýju en ekki náðist að afgreiða það úr nefnd á síðasta þingi þótt þing kæmi saman í september og sæti langt fram á sumar.

Á vefnum vinbudin.com hefur verið haldið utan um afstöðu þingmanna til aukins frelsis Íslendinga til smásölu á áfengi en sem kunnugt er geta landsmenn keypt áfengi í erlendum vefverslunum og fengið það sent heim í pósti.

Hér að ofan má sjá samantekt af vinbudin.com um afstöðu þingmanna eftir þingflokkum en einnig má sjá afstöðu einstakra þingmanna á vefnum.

Þarna kemur fram verulegur munur á Sjálfstæðisflokknum og vinstriflokkunum fimm.