Vefþjóðviljinn 105. tbl. 18. árg.
Ætlar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að aðgreina sig frá fyrri stjórn með því einu að þjóðnýta hluta af húsnæðisskuldum fólks?
Í kvöld sagði Ríkissjónvarpið frá því að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hyggist leggja fram frumvarp um að lengja í lögum vinstri stjórnarinnar um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi.
Lög þessi snúast í raun um að hið opinbera viðurkennir að almenn skilyrði til atvinnurekstrar hér á landi séu ekki viðunandi og því þurfi að veita útvöldum fyrirtækjum undanþágur, ívilnanir, frá hinu almenna. Að mestu leyti eru það skilyrði sem hið opinbera ræður, líkt og skattar og aðrar íþyngjandi reglur.
Í stað þess að bæta hinu almennu skilyrði til atvinnurekstrar þykir stjórnmálamönnunum líklega betra að geta valið fyrirtæki til að ívilna. Þannig fá þeir auðvitað mynd af sér glaðbeittum í blöðunum að undirrita ívilnunarsamning við forsvarsmenn hinna útvöldu fyrirtækja. Þannig eru ný atvinnufyrirtæki í raun stjórnmálamönnunum að þakka, sem fólks sæi auðvitað ekki ef alls kyns menn gætu bara hafið atvinnurekstur við góð almenn skilyrði án þess að þurfa að mæta á samningafundi um ívilnanir og í myndatöku með ráðherranum.