Vefþjóðviljinn 336. tbl. 16.árg.
Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn kemur fram að tæplega 80 þúsund Íslendingar eiga engar innstæður í bönkum.
Þeir sem eiga innan við 15 milljónir króna eru 178 þúsund talsins. Ef skuldum þessara einstaklinga við bankann sinn væri jafnað á móti innstæðunum myndi stór hluti hans hverfa af listanum yfir þá sem eiga í raun fjármuni í bankanum sínum.
Mikill meirihluti Íslendinga færi því skaðlaus út úr gjaldþroti bankans síns, ekki síst ef menn gættu þess að því að hafa innstæður og skuldir í sama banka.
Það væru helst skuldlausir stóreignamenn sem þyrftu að hafa áhyggjur af innstæðum sínum í bankahruni.
Hvers vegna er ríkið þá að hlutast til um innstæðutryggingar? Geta auðmenn ekki keypt sér tryggingar sjálfir?