Fimmtudagur 6. september 2012

Vefþjóðviljinn 250. tbl. 16. árg.

Afríkuríki eru mjög vanþróuð í skuldamálum og Þróunarsamvinnustofnun hefur því sent vanan mann á staðinn.
Afríkuríki eru mjög vanþróuð í skuldamálum og Þróunarsamvinnustofnun hefur því sent vanan mann á staðinn.

Á vef tímaritsins The Economist má finna kort með nokkurs konar skuldaklukku fyrir heiminn og flest ríki sem á annað borð veita einhverjar upplýsingar um skuldamál sín.

Þar má að sjálfsögðu finna Ísland með allar sínar opinberu skuldir sem nema 125,3% af árlegri landsframleiðslu Íslendinga.

Vefþjóðviljinn fletti upp skuldum ríkisvaldsins í Malaví og Namibíu. Íslensk stjórnvöld hafa verið í samstarfi við þessi lönd um árabil um svonefnda þróunarsamvinnu. 

Malavímenn skulda 34,5% af landsframleiðslu sinni og Namibía 27,5%. 

Íslendingar væru 15 mánuði að vinna fyrir skuldum hins opinbera ef þeir gerðu ekkert annað. Malavímenn væru rétt rúma fjóra mánuði og þeir í Namibíu þrjá mánuði og góðri viku betur.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands brást hárrétt við þessari augljósu vanþróun í skuldamálum Afríkuríkjanna og er þegar búin að senda fráfarandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til Malaví.