Mánudagur 9. maí 2016

Vefþjóðviljinn 130. tbl. 20. árg.

Verð á fötum og skóm virðist hafa lækkað eftir að tollar vor afnumdir um síðustu áramót. En þannig kynnir verðlagseftirlit ASÍ ekki málið.
Verð á fötum og skóm virðist hafa lækkað eftir að tollar vor afnumdir um síðustu áramót. En þannig kynnir verðlagseftirlit ASÍ ekki málið.

Verð á fatnaði og skóm hefur lækkað um 4% frá síðari hluta ársins 2015, að mati verðlagseftirlits ASÍ. Tollar voru felldir niður af þessum vörum um áramótin. Verðlagseftirlitið segir að það hefði átt að skila lækkun um 7,8%. Komma átta.

Í fyrirsögn á vef ASÍ segir um málið: „Afnám tolla á fatnaði og skóm skilar sér ekki.“

Hér gefur verðlagseftirlit ASÍ sér að allt annað sé óbreytt, þar á meðal vinnulaun starfsmanna í verslunum sem ASÍ samdi um fyrir þeirra hönd. En þau hafa hækkað eins og laun flestra annarra á liðnum misserum.

Og svo er það reyndar þannig að verð ræðst ekki af kostnaði heldur af fremur af eftirspurn. Neytendur hafa síðasta orðið. Ef til vill eru margir þeirra alveg tilbúnir til að greiða 96% af því sem þeir greiddu á síðasta ári fyrir föt og skó. Þeir virðast að minnsta kosti ekki strunsa út úr búðunum þótt verðið sé ekki 92,2% af því sem það var á síðasta ári.