Vefþjóðviljinn 98. tbl. 20. árg.
Erlend skattaskjól þykja ekki góð. Menn sem þar eru með félög og fjármuni eru grunaðir um að greiða ekki eins og aðrir til samfélagsins, eins og það er kallað.
Gott og vel.
En hvað með skattaskjólin hér innan lands?
Eitt þeirra var til að mynda stofnað sem sérstökum lögum í lok síðasta kjörtímabils og er staðsett á Bakka í Norðurþingi. Þar eru alls kyns undanþágur og afslættir frá því sem aðrir þurfa að greiða og standa skil á til samfélagsins.
Annað dæmi er hið margrómaða átak „Allir vinna“ þar sem þeir sem taldir voru tregir til að skila virðisaukaskatti fengu svo gott sem undanþágu frá honum.