Fimmtudagur 20. mars 2014

Vefþjóðviljinn 79. tbl. 18. árg.

Economist vekur athygli á hve litlu sífelldar stjórnarskrárbreytingar í Suður-Ameríku hafa skilað.
Economist vekur athygli á hve litlu sífelldar stjórnarskrárbreytingar í Suður-Ameríku hafa skilað.

Nýja Ísland – með nýjabruminu Jóhönnu og Steingrími – var viðkvæðið eftir að talið var að þrot nokkurra banka á Íslandi haustið 2008 væri einstæður heimsögulegur viðburður. Örn Bárður hóf nýtt tímatal.

Meðal þess sem átti að núllstilla var stjórnarskrá lýðveldisins þótt óljóst væri um tengls hennar við rekstur bankanna.

Economist skoðaði nýlega líftíma og fjölda stjórnarskráa í Vestur-Evrópu og Suður-Ameríku undanfarnar tvær aldir. Evrópumenn hafa látið 3,2 að meðaltali duga en þar suður frá hafa menn þurft 10,7 að meðaltali.

Sem kunnugt er hafa Bandaríki Norður-Ameríku svo látið eina stjórnarskrá duga frá 1789.

Nú sanna þessar sláandi tölur auðvitað ekki neitt, hringl með stjórnarskrár er ekki eina ástæðan fyrir því að leiðir skildi með Vesturlöndum og Suður-Ameríku að svo mörgu leyti.

En ekkert virðist þó benda til þess að ríki sem standast þá freistingu að varpa stjórnarskrá sinni reglulega fyrir róða lendi í sérstökum vandræðum.