Mánudagur 9. júní 2014

Vefþjóðviljinn 160. tbl. 18. árg.

Þeir sem halda að Björt framtíð hafi ekki skoðun á neinu sem máli skiptir geta lesið greinargerðina um merki flokksins á vef hans: &#8222Merki Bjartrar framtíðar er fjólublár skjöldur. Í viðhafnarútgáfunni höfum við þá tvo saman, þar sem í öðrum er skammstöfun flokksins og í hinu eilífðarblómið svokallaða. Þriðji skjöldurinn hefur bæst í hópinn, með listabókstaf framboðsins: A.  Fjólublár skjöldur táknar varðstöðu um fjölbreytni, en það er eitt leiðarstefið í hugsjónum Bjartrar framtíðar. Fjólublár er blanda af rauðum og bláum, sumir segja blanda allra lita. Ef við höfum skjöldinn hreinan, með engu í, þá er hann hreinn skjöldur. Björt framtíð hefur hreinan skjöld.  Í pælingunum við gerð merkisins kallaði eilíðarblómið svokallaða fljótt á athygli. Við vildum hafa eitthvað sem táknar jafnvægi og fegurð, og eilífðarblómið gerir það. Auk þess skírskotar það til umhverfismála og líka til mikilvægis samstarfs og samvinnu, en í merkinu fléttast saman tvær eilífðaráttur sem hvor um sig táknar ákveðinn fullkomleika og jafnvægi, í eina órjúfa heild.&#8220
Þeir sem halda að Björt framtíð hafi ekki skoðun á neinu sem máli skiptir geta lesið greinargerðina um merki flokksins á vef hans: &#8222Merki Bjartrar framtíðar er fjólublár skjöldur. Í viðhafnarútgáfunni höfum við þá tvo saman, þar sem í öðrum er skammstöfun flokksins og í hinu eilífðarblómið svokallaða. Þriðji skjöldurinn hefur bæst í hópinn, með listabókstaf framboðsins: A. Fjólublár skjöldur táknar varðstöðu um fjölbreytni, en það er eitt leiðarstefið í hugsjónum Bjartrar framtíðar. Fjólublár er blanda af rauðum og bláum, sumir segja blanda allra lita. Ef við höfum skjöldinn hreinan, með engu í, þá er hann hreinn skjöldur. Björt framtíð hefur hreinan skjöld. Í pælingunum við gerð merkisins kallaði eilíðarblómið svokallaða fljótt á athygli. Við vildum hafa eitthvað sem táknar jafnvægi og fegurð, og eilífðarblómið gerir það. Auk þess skírskotar það til umhverfismála og líka til mikilvægis samstarfs og samvinnu, en í merkinu fléttast saman tvær eilífðaráttur sem hvor um sig táknar ákveðinn fullkomleika og jafnvægi, í eina órjúfa heild.&#8220

Nýjar sveitarstjórnir hafa enn ekki tekið við völdum en engu að síður eru álitsgjafar strax farnir að ræða þýðingu þess að framboðið Björt framtíð muni víða taka þátt í myndun meirihluta. Þetta þykir álitsgjöfum mikil tíðindi og þeir draga af því margar ályktanir.

Menn ættu að flýta sér hægt í þeim ályktunum. Þær verða í fyrsta lagi tímabærar eftir fjögur ár, þegar menn vita hvernig þeir endast meirihlutarnir sem Björt framtíð á aðild að. Það hefur reynst misjafnlega að taka krata að óþörfu inn í ríkisstjórn og eftir er að sjá hvernig reynist að taka þessa tegund af krötum í meirihluta í sveitarstjórn.

Að vísu er sá munur á krötum á landsvísu og Bjartri framtíð í sveitarstjórnum, að kratar á landsvísu eru einsmálsflokkur en Björt framtíð í sveitarstjórnum virðist vera einskismálsflokkur. Það var til dæmis sláandi þegar talað var við oddvita Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í sjónvarpsútsendingu kosninganætur og oddvitinn var spurður hvað tæki nú við í bænum. Eftir mikið hik datt oddvitanum helst í hug að á næstu árum mætti einhvern veginn gera Hafnarfjörð skemmtilegri. Innihaldsleysið virðist oft vera aðalsmerki Bjartrar framtíðar og þá er auðvitað stutt í samræðustjórnmálin og óskina um að „fá alla að borðinu“, til að komast að niðurstöðu sem enginn mun gagnrýna og enginn fjalla um.

Á alþingi er innihaldsleysið hins vegar aðeins í orði. Þegar á reynir fylgir Björt framtíð þar Samfylkingarlínu í öllum helstu málum.