Laugardagur 26. mars 2011

85. tbl. 15. árg.
Þeir sem vilja láta reyna á þessa svonefndu dómstólaleið þeir hugsa alveg eins og útrásarvíkingarnir, við getum ekki tapað. Þess vegna var áhættan alltaf aukin meira og meira og á endanum var það þannig að við töpuðum svo miklu að þjóðfélagið hrundi.
– Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri í fréttum Stöðvar 2 24. mars 2011.

B

Helstu útrásarvíkingar voru forsíðuefni og verðlaunaðir af útgáfufélagi Benedikts Jóhannessonar  um árabil. Árið 2007 var „ævintýralegur árangur“ Pálma í Fons forsíðuefni. Frá Pálma miðlaði Benedikt „ráðum handa ungu fólki í viðskiptum“ og fleiri lausnum á lífsgátunni.

enedikt Jóhannesson útgefandi Frjálsrar verslunar með meiru tók þátt í stofnun Áfram hópsins í fyrradag. Áfram hópurinn vill leiða í lög ríkisábyrgð á skuldum útrásarbanka. Ríkisábyrgðin verður á myntkörfuláni með stöðutöku í eignasafni útrásarvíkinganna.

Einhverjum kann því að þykja ómaklegt að Benedikt líki því fólki við útrásarvíkinga sem vill fá úr því skorið fyrir dómi hvort og þá hvaða ábyrgð hvíli á skattgreiðendum vegna skulda einkabanka. Jafnvel hefur heyrst að þessi samlíking sé ósmekkleg.

En þetta er misskilningur. Benedikt lítur á einkunnina „útrásarvíkingur“ sem hrós. Allan útrásartímann gaf hann út glanstímarit þar sem útrásarvíkingum var hampað við hvert tækifæri og þeir verðlaunaðir í bak og fyrir. „Menn ársins“ hjá Frjálsri verslun um árabil voru „útrásarvíkingar“ og verðlaunaðir fyrir útrás og djarfa leiki. Allt fram að bankahruni. Þá fékk forstjóri álvers verðlaunin.

Hinir fjölmiðlarnir sem fluttu sögur af glæsilegum ævintýrum útrásarmanna heim til landans voru þó flestir í eigu þeirra sjálfra. Benedikt Jóhannesson er sennilega eini maðurinn á landinu sem gaf út glansmyndir af útrásarvíkingunum án þess að vera á kaupi hjá þeim fyrir.

M enn spá eðlilega í það hvaða fólk það er sem munstrar sig um borð í JÁ og NEI hreyfingarnar. Benedikt Jóhannesson telur að NEI menn vilji aukna áhættu. Í því samhengi má kannski nefna nokkur atriði.

Alþingi. Eru margir „útrásarvíkingar“ á þingi sem styðja ekki Icesave III?
Fjölmiðlana sem „útrásarvíkingarnir“ reka enn. Þeir styðja Icesave III.
Fólkið sem vildi innbyrða Icesave II með tilheyrandi áhættu. Það vill allt Icesave III.
Samtök vinnumarkaðarins sem vildu Icesave II. Þau vilja Icesave III.