Vefþjóðviljinn 308. tbl. 18. árg.
Það varð fátt, og þó eiginlega of margt, um svör þegar spurt var hverju menn væru að „mótmæla“ á Austurvelli í gær. Að lokum virtust mótmælendur þó sameinast um að ríkisstjórnin ætti að sýna minni hroka og dónaskap.
Til að kenna ríkisstjórninn hvernig menn eiga að haga sér las Svavar Knútur Kristinsson forvígismaður mómælanna upp ræðu af blaði:
Mér líður svolítið eins og ríkisstjórnin sé eins og þessi gaur sem kemur í partý og skítur á gólfið hjá þér og þegar þú bendir honum á að þetta sé ekki beinlínis í lagi þá ælir hann ofan á skítinn og segir svo ég sé engan skít.
Undir þessa fallegu kveðju tók hópurinn á Austurvelli með fagnaðarlátum.