Í Áramótum Viðskiptablaðsins kennir að venju margra grasa. Þar er meðal annars að finna viðtal við breska Evrópuþingmanninn Daniel Hannan.
Þar er hann spurður álits á því hvort Íslendingar myndu halda yfirráðum yfir fiskimiðum sínum við inngöngu í ESB.
Sameiginleg fiskveiðilöggjöf sambandsins skilgreinir fiskimið sem sameiginlega auðlind, sem allar aðildarþjóðir þess hafi jafnan aðgang að. Þið eruð minna en 0,1% af íbúafjölda sambandsins í kerfi þar sem kosið er um úthlutunin eftir íbúavægi,“ segir Daniel. „Þetta væri gert smátt og smátt, og byggt í grunninn á skiptingunni frá árinu áður en ég held að það sé engin ástæða til að búast við að íslensk fyrirtæki myndu halda sínum hlut. Ég trúi því að sjónarmiðið í Evrópu yrði, þegar fiskimiðin væru orðin samevrópsk eign, að Ísland nyti of hás hlutfalls sameiginlegu auðlindarinnar, svona ef miðað væri við landafræði þess og íbúafjölda.
Íslendingum hefur gengið vel að stýra sínum sjávarútvegi undanfarinn aldarfjórðung. Það er hagnaður af veiðunum, iðnaður blómstrar í kringum þær og fiskistofnarnir styrkjast almennt. Evrópskur sjávarútvegur einkennist hins vegar af ofveiði og taprekstri.