Hér eru nokkrar þeirra mynda sem birtar hafa verið á þessum vettvangi á árinu.
Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni fyrir þingkosningar var þessi listi sem sýndi ótrúlega fábreytni kynja. Vart þarf að koma á óvart að framboðslisti með frambjóðendur af aðeins tveimur kynjum hafi átt erfitt uppdráttar í kosningum í fjölmenningarsamfélaginu.
Boðað var til þingkosninga eftir nýju ákvæði í stjórnarskrá stjórnlagaráðs um að þegar Illugi Jökulsson, Birna Þórðardóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson lemja saman í olíutunnu á Austurvelli skuli gengið til kosninga.
Hið opinbera tekur drjúgan hluta sjálfsaflafjár fólks. Um 45% landsframleiðslunnar er hirt í skatta. En það segir ekki alla söguna því viðbótarkrónur sem menn afla geta lent í hærri skatti, jaðaráhrifum skatt- og bótakerfanna.
Bæði ríki og heimilin héldu áfram að greiða niður skuldir sínar og íslensk heimili skulda nú minna en heimili margra annarra Evrópulanda.
Íslensk orkufyrirtæki hafa dregið úr sölu raflátsbréfa, svonefndra upprunavottorða á raforku. Nú er meðalrafmagnsreikningur á Íslandi aðeins að 17% fyrir kol og 12% fyrir kjarnorku.
Stærsti hluti losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er frá framræstu landi.
Svonefnd eymdarvísitala fyrir Ísland, samanlögð verðbólga og atvinnuleysi, hefur ekki mælst lægri.
Andstæðingar álframleiðslu, brennslu jarðefnaeldsneytis, einnota umbúða, plasts og kjötáts mótmæltu við heimili eins ráðherrans í maí. Þeir nærðust á pylsum úr einnota plastumbúðum sem þeir grilluðu með kolum á álbakka.