Sjálfsagt halda margir að ráðherraefni Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata séu til dæmis Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Óttar Proppé sjávarútvegsráðherra, Þorgerður K. Gunnarsdóttir fjármálaráðherra og Smári McCarthy menntamálaráðherra.
Þetta er rétt, svo langt sem það nær.
Endanlegt markmið þessara flokka er nefnilega að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.
Í framkvæmdastjórin Evrópusambandsins eru völdin, þar eru æðstu yfirmenn hvers málaflokks.
Til dæmis Karmenu Vella sjávarútvegsstjóri. Vytenis Andriukaitis heilbrigðismálastjóri. Pierre Mascovici efnahagsmálastjóri. Tibor Navracsics menntamálastjóri.
Allt er þetta vafalaust hið mætasta fólk en jafnvel þeir sem leiddu baráttuna fyrir því að Bretland yrði áfram í Evrópusambandinu þekktu aðspurðir hvorki haus né sporð á því.
Enginn hefur kosið þetta fólk til starfa. Það hefur aldrei leitað lýðræðislegs umboðs.
En það gæti breyst á laugardaginn í alþingiskosningum á Íslandi. Ef ESB-flokkarnir hljóta nægan stuðning gæti Karmennu Vella náð kjöri sem sjávarútvegsstjóri Íslendinga.